Við Þjórsá
Þjórsá byljar fram um foss,
fegurð heims um dali,
enginn á sér fegurra land,
né máttugri fjallasali.
Rauðleit leika roðaský
um rökkursins morgunhimna,
orð mín geta ekki lýst,
því sem ég innst í hjarta skynja.
Drottinn, fögur eru verkin þín,
fagur fjallanna hringur.
Sól rís í suðaustri við Þríhyrning
og Eyjafjallajökull syngur.
Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
Ljósmynd: Urriðafoss. Ljósmyndari: Árni Tryggvason.
Birt:
March 21, 2014
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Við Þjórsá“, Náttúran.is: March 21, 2014 URL: http://natturan.is/d/2014/03/21/vid-thjorsa/ [Skoðað:Nov. 29, 2023]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.