Alþjóðlegur dagur skóga er í dag, 21. mars en deginum er ætlað að vekja athygli á mikilvægi skóga og trjágróðurs.

Skógar þekja um þriðjung lands á jörðinni og veita lífsnauðsynlega þjónustu um alla veröld. Um 1,6 milljarðar manna og yfir 2000 menningarsamfélög frumbyggja reiða sig á skóga til lífsviðurværis.

Skógar eru fjölbreyttasta vistkerfi sem til er á landi og hýsa yfir 80% þeirra tegunda dýra, plantna og skordýra sem lifa á yfirborði jarðar. Þeir sjá einnig fólki sem býr í skógunum fyrir skjóli, störfum og öryggi.

Þá gegna skógar lykilhlutverki í baráttu mannkyns gegn loftslagsbreytingum með því að stuðla að jafnvægi súrefnis, koltvíoxíðs og raka í loftinu. Skógar verja einnig um 75% vatnsbóla í heiminum.

Þrátt fyrir alla þessa lífnauðsynlegu þjónustu sem skógar veita mönnum ganga þeir stöðugt meira á þá. Skóghögg nemur nú um 13 milljónum hektara árlega og orsakar 12 til 20 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda sem stuðla að loftslagsbreytingum.

Á Íslandi nær ógróið eða illa gróið land á láglendi yfir um tólf prósent landsins, eða um 12.400 ferkílómetra. Skógrækt hefur hins vegar mikla möguleika á Íslandi enda er nær ótakmarkað land til skógræktar og lengi hægt að rækta skóg án þess að slíkt komi niður á annars konar landnotkun. Með skógrækt á melum og söndum víða um landið hefur verið sýnt fram á að nytjaskógrækt eða timburskógrækt er möguleg á gjörsnauðu landi. Með slíku starfi má endurheimta landgæði, draga úr jarðvegstapi, búa til skjól, öflug og sjálfbær vistkerfi og ekki síst umtalsverð verðmæti fyrir komandi kynslóðir.

Sjá myndband um alþjóðlegan dag skóga á fao.org (Food and Agricultural Organization of the United States).

Sjá nánar um International Day of Forests á Wikipediu.

Grafík: Lógó International Day of Forests.


Birt:
March 21, 2014
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Alþjóðlegur dagur skóga“, Náttúran.is: March 21, 2014 URL: http://natturan.is/d/2014/03/21/althjodlegur-dagur-skoga/ [Skoðað:July 26, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: