HönnunarMars stendur fyrir dyrum. Margar áhugaverðar sýningar og viðburðir verða í boði á HönnunarMars í ár. Nokkrar sýninganna hafa vistvæna hönnun sem aðalþema. Ein af þeim er ShopShow.

ShopShow er sýning á norrænni samtímahönnun sem hefur verið sett upp á Norðurlöndunum. Þar er vakin athygli á samspili framleiðslu og neyslu og lögð áhersla á rekjanleika vörunnar. Sýningin sem er nú sett upp í Hafnarborg er unnin af Form Design Center í Malmö. Meðal þátttakenda eru hönnunarteymin Hugdetta og Vík Prjónsdóttir.

Opnun laugardaginn 22. mars kl. 15.

Ljósmynd: Gagnsær stóll úr smiðju Hugdettu hönnunarteymis Róshildar Jónsdóttur og Snæbjarnar Þórs Stefánssonar.


Birt:
March 20, 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „ShopShow - HönnunarMars“, Náttúran.is: March 20, 2014 URL: http://natturan.is/d/2014/03/20/shop-show-honnunarmars/ [Skoðað:Nov. 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: March 21, 2014

Messages: