Um 400.000 ný störf gætu skapast í Evrópu ef samkomulag næst innan Evrópusambandsins um hertar reglur um orkunýtni bifreiða, en fyrsta atkvæðagreiðslan um tillögu í þessa veru fer fram á Evrópuþinginu í dag. Í skýrslu sem breskir ráðgjafar hafa unnið fyrir sambandið kemur einnig fram að með innleiðingu nýju reglnanna myndu íbúar Evrópusambandsríkja spara 57-79 milljarða evra (9-13 þúsund milljarða ísl. kr.) í eldsneytiskaupum á ári hverju, með samsvarandi aukningu kaupmáttar á öðrum sviðum. Í umræddum tillögum er gert ráð fyrir að koltvísýringslosun nýrra bíla verði að meðaltali 95 g/km árið 2020, samanborið við 130 g/km sem stefnt er að fyrir árið 2015.
(Sjá frétt PlanetArk í gær).

Grafík: 3 grænir bílar, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
March 19, 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sparneytnari bílar og meiri atvinna“, Náttúran.is: March 19, 2013 URL: http://natturan.is/d/2013/03/19/sparneytnari-bilar-og-meiri-atvinna/ [Skoðað:May 11, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: