Góð villijurtavorsósa er gerð þannig að maður tekur lauk og hvítlauk og grænan vorlauk t.d. blöðin af perlulauk ef hann er til í skála eða skjóli einhvers staðar og lætur þetta meirna í góðri olíu á pönnu. Svo bætir maður út í tveimur lúkufyllum af fínt söxuðum, snemmsprottnum villijurtum. Það má vera nánast hvað sem er. Jafnvel örlítið af kúmenblöðum, súrum, fíflablöðum, kjörvel, hvönn og svo annað grænmeti eins og karsi, klettasalat, grænkál eða blaðbeðja síðan í fyrra. Lætur þetta taka sig á pönnunni og setur eins og matskeið af hveiti eða spelti til að þykkja og vænan slurk af matvinnslurjóma. Hrærum nú í og látum hitna og þykkna og þarna er fyrirtaks sósa fyrir pasta eða grjón eða kartöflur, jafnvel fyrir brauð.

Myndin er tekin af uppskriftarhöfundinum Hildi Hákonardóttur á sýningunni „Gull í mó“ þar sem Hildur kynnti bók sína Ætigarðinn. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
March 20, 2013
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Villijurtavorsósa Hildar“, Náttúran.is: March 20, 2013 URL: http://natturan.is/d/2007/03/21/villijurtavorsosa/ [Skoðað:Feb. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 21, 2007
breytt: March 19, 2013

Messages: