Reykjavíkurborg hefur sett upp sérstök umferðarljós fyrir hjólafólk á sex stöðum á nýrri hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám. Fyrstu ljósin verða gangsett í dag en þau eru yfir Sæbrautina við Súðavog og eru umferðarstýrð.

Hin umferðarljósin eru tímastillt en þau eru við Engjaveg, Katrínartún, Nóatún, Kringlumýrarbraut og Reykjaveg.

Að öðru leyti virka umferðarljósin eins og önnur slík en skera sig úr í útliti að því leyti að efst á þeim trónir hvítt reiðhjólamerki í bláu gleri sem logar stöðugt í þeim tilgangi að vekja athygli hjólreiðafólks.

Birt:
Feb. 27, 2013
Höfundur:
Vísir.is
Uppruni:
Vísir.is
Tilvitnun:
Vísir.is „ Sér umferðarljós fyrir hjól sett upp í Reykjavík“, Náttúran.is: Feb. 27, 2013 URL: http://natturan.is/d/2013/02/27/ser-umferdarljos-fyrir-hjol-sett-upp-i-reykjavik/ [Skoðað:Oct. 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: