Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála.

Á árinu 2012 voru gerðar breytingar á úthlutun styrkja til félaga, samtaka og einstaklinga á þann veg að Alþingi hætti úthlutunum á styrkjum til ýmissa verkefna til félaga, samtaka og einstaklinga eins og verið hefur. Alþingi ákvarðar áfram umfang styrkja til einstakra málaflokka en úthlutun þeirra er á höndum ráðuneyta, lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta eða annarra sem sjá um og bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum.

Í verkefnaúthlutun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins voru 38,4 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam rúmlega 136 milljónum króna.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2013:

 • Bandalag íslenskra skáta - Græn skátaheimili - 1.000.000
  Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi - Miðlun fræðslu um náttúru Skaftárhrepps - 200.000
 • Félag Umhverfisfræðinga á Íslandi - Félag umhverfisfræðinga á Íslandi - 400.000
 • Framkvæmdaráð Snæfellsness - Átak til fjölgunar vottaðra ferðaþjónustuaðila á Snæfellsnesi - 500.000
 • Framtíðarlandið - Náttúrukortið - 800.000
 • Fuglaverndarfélag Íslands - Fræðslurit um haförninn - 400.000
 • Fuglaverndarfélag Íslands - Umsókn um styrk til uppfærslu IBA skráarinnar - 500.000
 • Fuglaverndarfélag Íslands - 50 ára afmælissýning Fuglaverndar - 500.000
 • Fuglaverndarfélag Íslands - Umsókn um styrk til að sækja Heimsþing BirdLife International - 350.000
 • Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs - Land-nám: Endurheimt birkiskóga suðvesturhornsins með skólaæskunni - 1.100.000
 • Grænn apríl, félagasamtök - Grænn apríl 2013 - 400.000
 • Hjólafærni á Íslandi - Hjólum til framtíðar 2013 - réttur barna til hjólreiða - 300.000
 • Hjólafærni á Íslandi - Hjólakortið Ísland  - 1.000.000
 • Jón Baldur Hlíðberg - Vísindaleg Flóra Íslands - 1.200.000
 • Jón S. Ólafsson - Flóra og fána ferskvatns á Íslandi – rit um vatnalíf - 1.000.000
 • Katla jarðvangur ses - Katla jarðvangur - erlent og innlent samstarf - 300.000
 • Kirkjubæjarstofa ses - Örnefnaarfur - rafræn skráning - 800.000
 • Landgræðslufélag Héraðsbúa - Landgræðslustörf á Fljótsdalshéraði-stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðsla - 800.000
 • Landvernd - Bláfánaverkefnið - 2.500.000
 • Landvernd - Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi - 1.000.000
 • Landvernd  - Aðgerðir og þróun aðgerðaramma í loftslagsmálum með sveitarfélögum - 2.800.000
 • Melrakkasetur Íslands - Refirnir á Hornströndum - 1.800.000
 • Náttúran ehf. - Grænt Íslandskort - app, uppfærslur og nýtt vefviðmót - 3.100.000
 • Náttúrufræðistofa Kópavogs - Vöktun á vatnsgæðum og lífríki Þingvallavatns - 3.800.000
 • Náttúrusetur á Húsabakka - Friðland fuglanna - 500.000
 • Náttúruverndarsamtök Íslands - Niðurstöður Ríó +20 - 600.000
 • Reykjanes jarðvangur - Reykjanes jarðvangur í erlendu samstarfi - 400.000
 • Sesseljuhús Umhverfissetur - Sesseljuhús Umhverfissetur - 1.500.000
 • Skátafélagið Ægisbúar - Leiðbeinendaþjálfun í umhverfisvernd - 500.000
 • Skorradalshreppur - Gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna gróðurelda í Skorradal - 500.000
 • Skotveiðifélag Ísland - Rjúpnatalning - 100.000
 • Skógræktarfélag Heiðsynninga - Skógræktarreitur í Hrossholti - 500.000
 • Skógræktarfélag Íslands - Yfirfærsla Skógræktarritsins á stafrænt form og miðlun á vef. - 500.000
 • Skógræktarfélag Íslands - Opinn skógur - 2.400.000
 • Skógræktarfélag Rangæinga - Uppgræðsla og skógrækt - 500.000
 • Skógræktarfélag Siglufjarðar  - Stígagerð, kurlun, og bætt aðgengi og umhverfi í aðalrjóðri Skógræktarinnar við Leyningsá - 700.000
 • Skógræktarfélag Skilmannahrepps - Álfholtsskógur Hvalfjarðarsveit - 100.000
 • Surtseyjarfélagið  - Surtseyjarfélagið, rekstur á afmælisári - 1.000.000
 • Umhverfishópur Stykkishólms - Átak gegn notkun plastpoka - 150.000
 • Umhverfissamtökin Blái herinn - Hreinn ávinningur - 1.000.000
 • Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni - Náttúruskynjun - 900.000

ljósmynd: Við Kverkfjöll, © Árni Tryggvason.

Birt:
Feb. 1, 2013
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Úthlutun styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til verkefna 2013“, Náttúran.is: Feb. 1, 2013 URL: http://natturan.is/d/2013/02/01/uthlutun-styrkja-umhverfis-og-audlindaraduneytisin/ [Skoðað:Dec. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: