Þegar áliðið er sumars kemur fyrir að rígfullorðnir karlmenn, sem eru í heimsókn og hafa rölt út í garð, koma inn með undirfurðulegan sælusvip og hendurnar fyrir aftan bak. Síðan játa þeir á sig ómótstæðilegan rófnaþjófnað. Þetta verður til þess að ég fer að líta eftir rófunum, sem sáu mest um sig sjálfar. Byrjandi trénun eða maðkur geta valdið því að ég ákveð að taka þær upp snemma og bíða ekki eftir því að þær vaxi meir.

Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur. 

Ljósmynd: Rófur í Ölfusi þ. 28.07.2012, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
July 1, 2013
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Rófur“, Náttúran.is: July 1, 2013 URL: http://natturan.is/d/2007/11/09/rfur/ [Skoðað:Aug. 9, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 9, 2007
breytt: Oct. 3, 2014

Messages: