BlöðruþangInnan um purpurahimnuna, sem er auðþekkt, vex skærgræn himna. Hún er eins og gljáandi blautt salat að sjá. Hana má tína og þurrka, rista á pönnu og mylja. Þessu má strá út á ýmsa rétti eða súpur eins og bragðbætissalti. Af blöðruþangi má gera te, og þó það sé ekki sérlega bragðgott þykir það vinna vel á móti gigt, offitu og hægum skjaldkirtli og það er notað í margar megrunarblöndur. Hrossaþari og beltisþari bíða þess að við finnum þeim stað í matarflórunni en sumir dusta þá með hveiti og steikja á pönnu (afvatnaða ef þeir hafa verið þurrkaðir). Á skarfakál hefur verið minnst en við sjóinn vex líka fjöruarfi sem hefur ákaflega skemmtilegt bragð og má nota til matar.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. 

Ljósmynd: Blöðruþang, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.

Birt:
Aug. 17, 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Grænhimna og fleiri sjávargrös“, Náttúran.is: Aug. 17, 2014 URL: http://natturan.is/d/2007/11/12/grnhimna-og-fleiri-sjvargrs/ [Skoðað:Feb. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 12, 2007
breytt: Aug. 17, 2014

Messages: