Núuppteknar gulrætur.Hrá gulrótarfreisting
Ég set alltaf fram nýjar, hráar gulrætur og/eða rófur fyrir barnabörnin á undan matnum, meðan þau eru að horfa á sjónvarpið eða gera eitthvað annað. Þá hverfur hrátt grænmetið ofan í þau án þess þau taki eftir því, en þau myndu ekki endilega borða sama hrámeti, ef það væri sett á borðið með öðru. Eins nota ég epli eða ávexti. Önnur aðferð og góð til að koma grænmeti í börn er að leyfa þeim að borða spírur og salat með puttunum. Þeim finnst nefnilega afar gaman að borða með puttunum. Þriðja aðferðin er að leyfa þeim að stinga grænmeti ofan í skál með spennandi salatídýfu. Þetta virkar vel á fullorðna líka.

Soðnar litlar gulrætur
Ef við torgum ekki meiri hráum gulrótum og nennum ekki að frysta er gott að taka gulrætur, skera þær langsum og sjóða hægt í smjöri undir loki í þykkum potti með ögn af dökkum púðursykri, sem settur er út í þegar fer að líða á suðuna. Þetta er herramannsmatur og auðvitað má nota stórar niðursneiddar gulrætur einnig á þennan máta.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.  sandinum.

Ljósmynd: Nýuppteknar gulrætur, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Oct. 3, 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Gulrætur, soðnar og hráar“, Náttúran.is: Oct. 3, 2014 URL: http://natturan.is/d/2009/08/13/gulraetur-soonar-og-hraar/ [Skoðað:Nov. 27, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 13, 2009
breytt: Oct. 7, 2014

Messages: