Íslenskir friðarsinnar standa að friðargöngum á þremur stöðum á landinu á Þorláksmessu 23.desember.

Í Reykjavík stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu niður Laugaveginn. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00.  Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er orðin fastur liður í jóla-undirbúningi margra og er gangan í ár sú þrítugasta og þriðja í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi. Í lok göngunnar verður stuttur fundur við hótel Vik (við Ingólfstorg)  þar sem Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík  flytur ávarp. Fundarstjóri er Drífa Snædal.

Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.

Á  Akureyri verður blysför í þágu friðar. Gengið er frá Samkomuhúsinu kl. 20. Á Ráðhústorgi flytur Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði ávarp og nokkrir Gefjunarfélagar kveða. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Hjartarson. Sími 4624804

Á Ísafirði ganga friðarsinnar frá Ísafjarðarkirkju klukkan 18:00. Á Silfurtorgi verður svo stutt dagskrá með þar sem Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar mun spila, og  Dagur Hákon Rafnsson halda ræðu. Nánari upplýsingar veitir Jóna Benediktsdóttir. Sími: 8932182

Samstarfshópur friðarhreyfinga:

Félag leikskólakennara.
Friðar- og mannréttindahópur BSRB
Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Samhljómur menningarheima
Samtök hernaðarandstæðinga
SGI á Íslandi mannúðar og friðarsamtök búddista

Birt:
Dec. 21, 2012
Tilvitnun:
Guðrún V. Bóasdóttir „Friðargöngur í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði.“, Náttúran.is: Dec. 21, 2012 URL: http://natturan.is/d/2012/12/21/fridargongur-i-reykjavik-akureyri-og-isafirdi/ [Skoðað:Aug. 12, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: