Skipulagsverðlaun SSFÍ verða afhent í Iðnó, fimmtudaginn 8. nóvember, sem er alþjóðlegur skipulagsdagur. Athöfnin hefst kl. 15:00 en þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt.
Markmið skipulagsverðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulagsmála á Íslandi á hverjum tíma. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Í þetta sinn er athyglinni beint sérstaklega að vistvænum áherslum. Það er Skipulagsfræðingafélag Íslands sem stendur fyrir verðlaununum, í samstarfi við Vistbyggðarráð.

Skipulagsverðlaunin eru veitt annað hvert ár til sveitarfélaga, stofnana eða einkaaðila sem unnið hafa vel á svið skipulagsmála og lagt sitt af mörkunum til að bæta og fegra umhverfi í þéttbýli og dreifbýli. Markmið verðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulags á hverjum tíma.

Í ár hefur Skipulagsfræðingafélag Íslands gengið til samstarfs við Vistbyggðaráð og er því sérstaklega horft til vistvænna sjónarmiða og gilda í skipulagi þegar kemur að veitingu skipulagsverðlaunanna árið 2012. Alls bárust 8 tilnefningar að þessu sinni en þær gátu verið í eftirfarandi flokkum:

 • Svæðisskipulag
 • Aðalskipulag
 • Deiliskipulag
 • Annað (rammaskipulag, stefnumótun, áætlanir, rannsóknir o.fl.)

Skipulagsverðlaunin eru veitt fyrir skipulagstillögu eða verkefni sem tilnefnt hefur verið af sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum. Ekki er nauðsynlegt að höfundar tilnefni verk sín sjálfir. Einnig má tilnefna atburði, þætti, verkefni, opinbera umfjöllun o.fl. sem hafa orðið til þess að auka umræður og skilning á skipulagsmálum og þá einkum með tilliti til vistvæns skipulags.

Formaður dómnefndar er fulltrúi frá Skipulagsfræðingafélagi Íslands, en dómnefnd er skipuð fulltrúum Skipulagsfræðingafélagi Íslands, Vistbyggðarráði, Félagi íslenskra landslagsarkitekta, Arkitektafélagi Íslands, Verkfræðingafélagi Íslands og fulltrúa sveitarfélaga.

Dagskrá þ. 8. nóvember:

 • 15:00-15:05 Sverrir Örvar Sverrisson formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands. Skipulagsverðlaun SSFÍ.
 • 15:05-15:20 Egill Guðmundsson, arkitekt hjá Arkís og formaður vinnuhóps Vistbyggðarráðs um vistvænt skipulag. Vistvæn viðmið í skipulagsgerð.
 • 15:20-15:40 Björn Axelsson landslagsarkitekt, umhverfisstjóri hjá Umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hverfaskipulag, sjálfstæðar skipulagseiningar í borginni.
 • 15:40-15:50 Umræður / fyrirspurnir
 • 15:50-16:00 Tónlistaratriði
 • 16:00-16:10 Dr.Bjarki Jóhannesson, skipulagsfræðingur og formaður dómnefndar. Kynning á störfum dómnefndar.
 • 16:10-16:20 Afhending verðlauna
 • 16:20-16:30 Tónlistaratriði /veitingar

Fundastjóri: Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs.

Sjá tilnefningar til skipulagsverðlaunanna í ár.
Grafík úr einu verkefnanna sem tilnefningu hefur hlotið þ.e.;Fuglafriðlandið í Vatnsmýrinni - vistvænt skipulag, Náttúra, fræðsla, upplifun Unnið af: Drífu Gústafsdóttur, Sólveigu Helgu Jóhannsdóttur. Leiðbeinendur: Dr. Sigríður Kristjánsdóttir og Dr. Hlynur Óskarsson.

Birt:
Nov. 5, 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skipulagsverðlaunin 2012 veitt með hliðsjón af vistvænum sjónarmiðum“, Náttúran.is: Nov. 5, 2012 URL: http://natturan.is/d/2012/11/05/skipulagsverdlaunin-2012-veitt-med-hlidsjon-af-vis/ [Skoðað:Sept. 24, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: