Nú þegar vefurinn Náttúran.is er fimm og hálfs árs gamall eru vinsældir hans stöðugar og viðvarandi en heimsóknir eru mældar á Modernus.is. Að meðaltali heimsóttu 700 einstaklingar vefinn á hverjum degi í september og skoðuðu 75.420 síður.

Dæmi um heimsóknir á Náttúran.is:

39. vika (24.9.2012-30.09.2012): í 48. sæti með 5.085 notendur, 5.380 innlit og 16.405 flettingar
38. vika (17.9.2012-23.9.2012): í 49. sæti með 5.973 notendur, 6.396 innlit og 21.686 flettingar
37. vika (10.9.2012-16.9.2012)  í 52. sæti með  4.630 notendur, 4.953 innlit og 17.199 flettingar

Ein mikilvægasta fjáröflunarleið Náttúran.is eru birtingar auglýsinga fyrir fyrirtæki sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við umhverfisvænar vörur og þjónustu hér á landi. Ágóðinn af auglýsingasölunni gerir okkur kleift að veita stöðuga og ókeypis umhverfisfræðslu fyrir alla, allan ársins hring.

Með því að birta auglýsingar hér á vefnum ná fyrirtæki beinu sambandi við markhóp sem er að leita eftir upplýsingum og lausnum í græna kantinum. Sjá auglýsingaverðlistann okkar hér og hafið samband við Guðrúnu A. Tryggvadóttur í síma 863 5490 eða gunna@nature.is.

Birt:
Oct. 1, 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is í stöðugri sókn“, Náttúran.is: Oct. 1, 2012 URL: http://natturan.is/d/2012/10/01/natturan-i-stodugri-sokn/ [Skoðað:Dec. 7, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: