Útiræktaðar sætar baunir úr eigin garði, einn belgur opnaður.. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Orðin ertur, baunir og jafnvel belgmeti eru til í málinu en ekki alveg ljóst hvað er hvað. Nú er farið að rækta ýmsar tegundir bauna inni í gróðurhúsum og fræ fást í búðum. En oft er gott að grípa til og sjóða þurrkaðar, erlendar baunir á sumrin þegar kartöflurnar eru búnar. Það erfiða við baunir er vindgangurinn sem þær koma stundum í gang.

En reynið þetta:

  1. Að leggja baunirnar í bleyti minnst 24 tíma – jafnvel 36 tíma.
  2. Að henda vatninu, skola baunirnar vel og sjóða í nýju vatni og sjóða vel.
  3. Að borða baunirnar með hrísgrjónum eða korni til að mynda í maganum fjölþættan gerlagróður sem kemur í veg fyrir loftmyndun í þörmunum.
  4. Sjóða alltaf svolítið af þangi eða sölvum með baununum. Baunir, sem maður sjálfur ræktar, eru einfaldlega gufusoðnar og bornar hátíðlega fram í forrétt eða með öðrum mat.

Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur. 

Birt:
Nov. 11, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Baunir“, Náttúran.is: Nov. 11, 2014 URL: http://natturan.is/d/2007/11/09/baunir/ [Skoðað:Jan. 28, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 9, 2007
breytt: Nov. 10, 2014

Messages: