Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit yfir allar náttúrulegar baðlaugar á Íslandi*, samtals 56 og falla þær undir yfirflokkinn „Náttúra/Land og vatn“. Baðlaugarnar hafa nú verið skráðar og kortlagðar á Græna kortið hér á vefnum en auk staðsetninga má sjá viðvörun varðandi aðgengi og hitastig.

Þó að ekki hafi verið til flokkur fyrir náttúrulegar baðlaugar undir alþjóðlegu flokkunarkerfi Green Map þótti okkur baðlaugar í náttúru landsins vera það merkileg fyrirbæri að þær yrðu að vera á kortinu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt koma á framfæri athugsemdum sem varða þennan flokk þá skrifaðu okkur á nature@nature.is.

Grænkortaflokkurinn Náttúruleg baðlaug er skilgreindur á eftirfarandi hátt: „Náttúrulegar baðlaugar eru laugar sem að öllu eða miklu leiti eru gerðar af náttúrunnar hendi. Fólki er bent á að ekki eru allar laugar opnar almenningi. Fara skal með gát þegar laugar eru notaðar og alltaf kynna sér hitastig áður en farið er út í.“.

Sjá flokkinn „Náttúruleg baðlaug“ á Græna kortinu.

Tákn: Náttúru baðlaugatákn hannað af Guðrúnu Tryggvadóttur hjá Náttúrunni fyrir Græna kortið.

*Heimild: hotsprings.org, notað með leyfi og tengill við hverja skráningu.

Birt:
Aug. 31, 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrulegar baðlaugar á Græna Íslandskortinu“, Náttúran.is: Aug. 31, 2010 URL: http://natturan.is/d/2009/11/12/natturulegar-baolaugar-graena-islandskortinu/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 12, 2009
breytt: July 6, 2012

Messages: