Hann er 16. mars og dánardagur Guðmundar Arasonar Hólabiskups hins góða. Guðmundur dó 1237, en árið 1315 voru bein hans tekin úr jörðu og lögð í skrín í Hóladómkirkju fyrir forgöngu Auðuns biskups rauða. Eftir það jukust mjög áheit á Guðmund góða og Guðmundardagur varð ólítill helgidagur, meðan pápíska ríkti. Eimdi raunar mun lengur eftir af því, þótt nú sé úr sögunni.

Birt:
March 16, 2012
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Gvendardagur“, Náttúran.is: March 16, 2012 URL: http://natturan.is/d/2007/04/11/gvendardagur/ [Skoðað:Nov. 29, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 11, 2007
breytt: March 12, 2012

Messages: