Gróskan er mikil í Grasagarði Reykjavikur um þessar mundir og garðurinn verður fallegri og fallegri með hverjum deginum sem líður. Í júnímánuði eru margir skemmtilegir viðburðir á dagskrá; fræðslugöngur, ljósmyndasýningar og tónleikar

Í júnímánuði verður boðið upp á vikulegar fræðslugöngur á föstudögum um garðinn. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Mæting við aðalinngang. Fræðslugöngurnar hefjast kl. 13:00.

Fimmtudagur 7. júní kl. 20:00 - Plöntur í skógarbotni.
Í Grasagarðinum vaxa fjölmargar plöntur sem eiga uppruna sinn á skógarsvæðum tempraða beltisins nyrðra. Leiðsögn: Jóhanna Þormar garðyrkjufræðingur og Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður.

Sunnudagur 10. júní kl. 11:00 - Opnun ljósmyndasýningar pólska ljósmyndafélagsins Pozytywni á myndum sem félagar hafa tekið í Grasagarðinum. Ljósmyndasýningin stendur til 8. júlí og er opin daglega á  opnunartíma Café Flóru 10:00-22:00.

Sunnudagur 17. júní kl. 20:00 - Dagur villtra blóma, kvöldganga um Laugarnesfjöru. Árlega er haldið upp á sameiginlegan dag villtra blóma á Norðurlöndum. Í Reykjavík verður gengið um ósnortna fjöruna á Laugarnestanga en þar er gróðurfar fjölbreytt. Plöntur verða greindar til tegunda, fjallað um gróður svæðisins og starfsemi Flóruvina kynnt. Þátttaka er ókeypis. Mæting á Laugarnestanga kl. 20. Leiðsögn: Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður.

Þriðjudagur 21. júní kl. 22:00 - Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur sumarsólstöðutónleika í Café Flóru í tilefni sumarsólstaða.

Birt:
June 4, 2012
Tilvitnun:
Hildur Arna Gunnarsdóttir „Fræðsla og viðburðir í Grasagarði Reykjavíkur “, Náttúran.is: June 4, 2012 URL: http://natturan.is/d/2012/06/04/fraedsla-og-vidburdir-i-grasagardi-reykjavikur/ [Skoðað:May 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: