Græna netið, félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina stendur fyrir fundi undir heitinu Hvaða áhrif myndi aðild að ESB hafa á náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi? á Sólon Íslandus, efri hæð þ. 28. febrúar frá kl. 12:00 til 13:00.

Þingmennirnir Mörður Árnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ræða kosti og galla ESB aðildar fyrir umhverfi og náttúru Íslands á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar og Græna netsins á Sólon Íslandus 28. febrúar.

Fundurinn hefst kl. 12.00 og stendur í klukkustund. Fundarstjóri Dofri Hermannsson, formaður Græna netsins. Fundarmenn eru hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir.

Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði.

Birt:
Feb. 23, 2012
Höfundur:
Græna netið
Tilvitnun:
Græna netið „Náttúra Íslands og ESB“, Náttúran.is: Feb. 23, 2012 URL: http://natturan.is/d/2012/02/23/nattura-islands-og-esb/ [Skoðað:Dec. 2, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: