Í dag er Bóndadagur svokallaður eða fyrsti dagur Þorra, en hann á sér langa sögu sem hefur ekkert með kaup á gjöfum að gera heldur á hann meira sammerkt með „ritúölum“ til að vingast við náttúruöflin.

Það er „skylda bænda“ „að fagna þorra” eða „bjóða honum í garð” með því að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gengur í garð (þ.e. í dag). Eiga þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa. Síðan eiga þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag. Þetta heitir „að fagna þorra“ skv. Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Grafík: Fullvaxinn maður á Þorramorgun, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
Jan. 22, 2016
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bóndadagur og Þorri“, Náttúran.is: Jan. 22, 2016 URL: http://natturan.is/d/2008/01/25/bondadagur-og-thorri/ [Skoðað:Sept. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Jan. 25, 2008
breytt: Jan. 24, 2016

Messages: