Umhverfisvæn steinsteypa sem Ólafur H. Wallevik prófessor hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og erlendir samstarfsaðilar hafa þróað hefur vakið mikla athygli á Heimsþingi hreinnar orku sem nú stendur yfir í Abu Dhabi.

Kolefnisspor nýju steypunnar er aðeins rétt um fjórðungur þess sem önnur steypa af sama styrkleikaflokki hefur.

Íslenskt kísilryk frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er megin bindiefnið sem gerir það að verkum að steypan er mjög þétt og endingargóð. Til að mynda er styrkleiki þessarar steypu tvöfalt meiri en styrkleiki meðalsteypu í Norður Ameríku.

Ljósmynd: Steypuvinna í gatnagerð, af Wikipediu.

Birt:
Jan. 20, 2012
Höfundur:
Vísir.is
Uppruni:
Vísir.is
Tilvitnun:
Vísir.is „Íslensk steinsteypa vekur athygli í Abu Dhabi“, Náttúran.is: Jan. 20, 2012 URL: http://natturan.is/d/2012/01/20/islensk-steinsteypa-vekur-athygli-i-abu-dhabi/ [Skoðað:Sept. 23, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: