Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur að Elliðavatni  verður nú haldinn í fimmta sinn og opnar laugardaginn 26. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin  frá klukkan 11-17.  Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er  fjöldi íslenskra handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðskaffihús er opið allan tímann, tónlistarfólk kemur fram með reglulegu  millibili og rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum. Hin vinsæla hestaleiga er opin á laugardögum  og Stúfur kemur áreiðanlega í heimsókn aftur þegar nær dregur jólum .  Á Hlaðinu  er fjöldi jólahúsa með úrvali af íslensku handverki og Möndluristir og býður þar upp á ristaðar möndlur að hætti Mið-Evrópubúa.

Laugardagur 26. nóvember:

Kl. 12.00:  Kór 3. og 4. bekkjar Norðlingaskóla syngur nokkur jólalög undir stjórn Þráins Árna Baldvinssonar tónmenntakennara. Hlaðið.
Kl. 13.00:  Kristín Svava Tómadóttir les úr Skrælingjasýningunni. Gamli salur.
Kl. 14.00:  Halla Þórlaug Óskarsdóttir:  Agnar Smári -tilþrif í tónlistarskólanum. Rjóðrið
Kl. 15.00:  Harmonikkuleikur: Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þór Jóhannesson. Gamli salur.
Kl. 14-15: Teymt undir börnum í hestagerði við bæinn. Íslenski hesturinn ehf.

Sunnudagur 27. nóvember:

Kl. 13.00:  Sigurður Pálsson les úr Bernskubók. Gamli salur.
Kl. 14.00:  Eva Rún Þorgeirsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir lesa úr Auði og gamla trénu –Jógabók fyrir börn. Rjóðrið.
Kl. 15.00:  Harmonikkukombóið Smárinn. Guðný Kristín Erlingsdóttir, Ólafur Briem, Jón Þór Jónsson og Eyrún Isfold. Gamli salur.

Birt:
Nov. 25, 2011
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Reykjavíkur „Jólamarkaðurinn Elliðavatni hefst á morgun“, Náttúran.is: Nov. 25, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/11/25/jolamarkadurinn-ellidavatni-hefst-morgun/ [Skoðað:Dec. 11, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: