Í vikunni sem leið (43. viku 2011) náði vefur Náttúrunnar 32. sæti í samræmdum vefmælingum Modernus. Einstaka gestir voru 10.621 og 26.262 síðum var flett. Í vikunni þar á undan (42. viku 2011) var Náttúran í 43. sæti og vikunni þar á undan (41. viku 2011) í 45. sæti.

Við skynjum gríðarlegan áhuga á málefnum umhverfisins en vefurinn er hannaður sérstaklega til þess að geta yfirsýn á stóru myndina og svara hvaða spurningu sem er um náttúru- og umhverfistengd málefni og tengda aðila og fyrirbæri á Íslandi. Ef þú hefur; tillögur að efni, tilbúna grein, frétt um atburð, eða upplýsingar um aðila sem við höfum enn ekki haft upp á eða skráð á vefinn, þá vertu endilega í sambandi við framkvæmdastjóra Guðrúnu A. Tryggvadóttur í síma 863 5490 eða á gunna@nature.is.

Birt:
Oct. 31, 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is mælist í 32. sæti í samræmdum vefmælingum Modernus“, Náttúran.is: Oct. 31, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/10/31/natturan-maelist-i-32-saeti-i-samraemdum-vefmaelin/ [Skoðað:Oct. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: