Utanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB standa þann 25. október fyrir málþingi um ESB og umhverfismál. Ráðstefnan verður haldin í CenterHotel Plaza Aðalstræti 4.

Á málþinginu verður fjallað um hvaða áhrif þátttaka Íslands í Evrópska efnhagssvæðinu (EES) hefur haft á umhverfislöggjöf landsins og hvaða breytingar hugsanleg aðild að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér á því sviði.

Þá verður litið til hlutverks umhverfisverndarsamtaka innan ESB, fjallað um náttúruverndarlöggjöf sambandsins og heyrt af reynslu Eista sem nýlega gengu í sambandið.

Aðgangur er ókeypis og ráðstefnan er öllum opinn. Skráningar skulu sendar á netfangið asdis.sigurgeirsdottir@utn.stjr.is fyrir 13. október.

Allir sem áhuga hafa á umhverfis- og náttúruverndarmálum er hvattir til að mæta.

Dagskrá

8:30 Skráning

9:00-9:10 Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur

9:10-9:40 Transformation from EEA to EU: Environmental legislation, scope, experience and future - Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og varadeildarforseti við lagadeild HÍ.

9:40-10:10 What NGO's do in Brussels - Árni Finnsson formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands

10:10-10:30 Kaffihlé

10:30-11:00 EU Nature Conservation Legislation - Bird Directive, Habitat Directive and Natura 2000 - Michael O'Brian Deputy Head of Nature Unit DG Environment

11:30-12:20 Pallborðsumræður - Aðalheiður Jóhannsdóttir, Michael O'Brian, Kadri Moller, Árni Finnsson

12:20-12:30 Ráðstefnuslit

Birt:
Oct. 24, 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ráðstefna um ESB og umhverfismál“, Náttúran.is: Oct. 24, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/10/10/radstefna-um-esb-og-umhverfismal/ [Skoðað:July 26, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 10, 2011
breytt: Oct. 24, 2011

Messages: