Mánudaginn 17. október verður haldinn hádegisfundur í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri undir yfirsögninni „Matvælaframleiðsla morgundagsins - verður nóg af mat fyrir íbúa jarðar“. Fyrirlesari er Julian Cribb, höfundur bókarinnar „The Coming Famine: The global food crisis and what we can do to avoid it“.

Fæðuöflun fyrir sífellt fleiri jarðarbúa á tímum loftslagsbreytinga, umhverfisvandamála, vaxandi vatnsskorti og dvínandi framboðs af áburðarefnum verður einhver mesta áskorun sem mannkynið hefur nokkru sinni tekist á við. Í hnotskurn þarf að framleiða meira af mat til ársins 2060 en sem nemur fæðuöflun jarðarbúa frá upphafi. Hvernig eru þjóðir heims í stakk búnar að mæta slíkum veruleika?

Á eftir erindi Julian Cribb verða umræður undir stjórn Gríms Valdimarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO).

Fundurinn fer fram á ensku.

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis og hádegishressing í boði fyrir fundinn.

Birt:
Oct. 13, 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Matvælaframleiðsla morgundagsins - verður nóg af mat fyrir íbúa jarðar?“, Náttúran.is: Oct. 13, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/10/13/matvaelaframleidsla-morgundagsins-verdur-nog-af-ma/ [Skoðað:March 22, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: