Landvernd boðar til opins fundar, laugardaginn 15. október frá kl. 11:00-14:00, í Farfuglaheimilinu í Laugardal, um drög að þingsálykuntartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. (www.rammaaaetlun.is). Í drögum iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra er gert ráð fyrir skiptingu svæða í orkunýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk.

Á laugardagsfundinum mun Friðrik Dagur Arnarson, fulltrúi frjálsra félagasamtaka í verkefnisstjórn um Rammaáætlun, flytja erindi um tillögudrög iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra. Í kjölfarið verður opnað fyrir umræður.

Félagsmenn Landverndar og annað áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til að mæta og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga mál. Heitt á könnunni.

Náttúruverndarsamtök vinna nú að sameiginlegri umsögn um tillögurnar, en umsagnarfrestur er til 11. nóvember. Landvernd hvetur almenning til að kynna sér tillögurnar á www.rammaaaetlun.is og koma skoðunum sínum á framfæri.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Birt:
Oct. 12, 2011
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Orkunýtingarflokkur, biðflokkur og verndarflokkur?“, Náttúran.is: Oct. 12, 2011 URL: http://natturan.is/d/2011/10/12/orkunytingarflokkur-bidflokkur-og-verndarflokkur/ [Skoðað:Jan. 26, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: