Björk og áhugasamir blaðamennYfir 14.000 hafa nú undirritað áskorunina sem Björk og félagar hrintu úr vör í Norræna húsinu á mánudaginn var á vefnum orkuaudlindir.is.

Ýmislegt hefur gengið á síðan undirskriftasöfnunin fór af stað og mikil umræða er um málið í samfélaginu. Þrír þingmenn VG segjast ekki munu styðja ríkisstjórnina takist ekki að hindra samning um sölu 98% í HS Orku til Magma Energy. Samfylkingin virðist vera obifanleg og halda að ekkert sé hægt að gera nema sitja hjá og leyfa Magma Energy Sweden AB að eignast HS Orku. Tekist er á um lögmæti áformaðs samnings sem og mögulega lögsókn gangi samningurinn ekki eftir þar sem stjórnvöld hafi ekki gripið í fyrr. Áhrif AGS á stöðu mála er dregin fram í dagsljósið og mikilvægar spurningar bornar upp fyrir okkur að svara.

Eitt er víst og það er að áskorunin hefur nú þegar haft mikil áhrif í þá átt að hrista doðann úr þreyttum landanum sem spyr sig nú hvort að það skipti máli að auðlindir þjóðarinnar rati í hendur einkaaðila eða ekki. Þjóðin verður að gera upp við sig hvernig hún vill að orkuauðlindunum verði ráðstafað um ókomna framtíð og hvort að börnin okkar eigi tilkall til þeirra eða ekki.

Ross Beaty forstjóra Magma Energy Canada reyndi í síðustu viku að fá Björk til fylgilags við sig með því að bjóða henni persónulega að kaupa 25% hlut af Magma á kostnaðarverði. Sjá greinina „Björk segir forstjóra Magma reyna að kaupa sig með hlutabréfum“. Björk svaraði Ross Beaty fullum hálsi. Sjá greinina „You Totally Miss My Point“ og hann henni á Grapevine. Sjá „Letter to the Editor: The Grapevine“. Björk svaraði Ross Beaty aftur á Grapevine á föstudaginn og dregur ekkert undan.

Hér smá-úrtak úr bréfinu:

...“i see in the news that árni sigfússon , the town mayor of reykjanesbær , has already used this opportunity to question the quality of the loans magma would overtake if this deal pulls through . you are right , it could be said that in reykjanesbær’s case you have come and helped them . the town is close to bankruptcy after what in short could be called overambitious heavy industrial plans ( in the style of what brought this country down ) so it might seem fair they sell their rights to their geothermal energy for 130 years . even though they have to lose their chance of income from that and lose their chances of energizing other businesses like greenhouses , data centers or whatever energy-needs the town will have the next century . and let’s put aside for now that i feel the deal is exceptionally bad . that they sold themselves cheap . and now the contract with them is almost fully legalised.“

...„Ég sá í fréttum að Árni Sigfússon, sveitastjóri Reykjanesbæjar sé nú þegar byrjaður að rannsaka lánin sem Magma ætlar sér að taka yfir ef samningurinn gengur í gegn. Það er alveg rétt hjá þér, það mætti alveg segja að þú sért bjargvættur Reykjanesbæjar, sem er nánast gjaldýrota eftir ofur-metnaðarfullar stóriðjuáætlanir (í anda þeirra áætlana sem keyrðu þjóðarskútuna í kaf). Það virðist því kannski réttlætanlegt að þeir selji nýtingarrétt sinn á auðlindum landsins til 130 ára og missi þar með möguleikann á að nýta sér þær sjálfir og missi líka af uppbyggingu á öðrum orkusviðum svo sem gróðurhúsum, gagnaverum og fleiri möguleikum á nýrri öld. Setjum til hliðar í þessu bréfi hversu lélegur samningurinn er. Hvað þeir selja sig ódýrt. Og núna er samningurinn nánast fullfrágenginn.

Sjá alla greinina á Grapevine „We shouldn't Complete this Deal“. og þýdda á íslensku á orkuaudlindir.is.

Sjá einnig fjölda geina bæði á íslensku og ensku inni á vef undirskriftasöfnunarinnar orkuaudlindir.is.

Í grein á Grapevine frá 21. maí sl. er lygavefur Ross Beaty afhjúpaður og vitnað í hans eigin orð í tímaröð. Greinin er á ensku en fólk er hvatt til að lesa greinina og mynda sér sína eigin skoðun á því hvort að orð Ross Beaty í dag skuli taka trúanleg. Sjá greinina: Magma Energy Lied To Us.

Myndin er tekin í Norræna húsinu á mánudaginn þ. 19. júlí sl. þar sem Björk les upp tilkynninguna fyrir hóp áhugasamra blaðamanna. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
July 26, 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Björk beats Beaty“, Náttúran.is: July 26, 2010 URL: http://natturan.is/d/2010/07/26/bjork-beats-beaty/ [Skoðað:July 25, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 5, 2010

Messages: