Rætt verður um útstreymi frá álverum á Íslandi, stöðu mála og horfur á fundi hjá Samtökum atvinnulífsins þriðjudaginn 21. nóvember. Framsögur flytja Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá Alcan og Óskar Jónsson framkvæmdastjóri hjá Norðuráli.   Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, 6. hæð og hefst klukkan 8:30 og verður lokið klukkan 10:00. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Birt:
Nov. 21, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fundaröð um atvinnulíf og umhverfismál - Útstreymi frá álverum“, Náttúran.is: Nov. 21, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/16/fundarod_atvinlif/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: April 30, 2007

Messages: