Náttúrumarkaðurinn er vefverslunin hér á vefnum en hún hefur það að markmiði að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti. Náttúrumarkaðurinn er óháð markaðstorg sem selur og kynnir rúmlega þrjúhundruð vörutegundir frá fjölmörgum fyritækjum á Íslandi. Takmarkið er að auka veg umhverfisvænna viðskipta og efla vefverslun með ólíkar vörutegundir sem síðan eru sendar beint heim til viðskiptavinarins í safnsendingum. Vottanir og viðmið eru tengd hverri vöru sem og nákvæm innihaldslýsing og förgunarleiðbeiningar bæði fyrir innihald og umbúðir.

Skoðið deildir og sérverslanir Náttúrumarkaðarins hér til hægri á síðunni. Með því að slá óskavöruna inn í leitarreitinn hér ofarlega til hægri á síðunni getur þú einnig fundið vöruna sem þú ert að leita að. Við höfum enn fremur þróað sérstaka leit að vörum á Náttúrumarkaði en hún gefur þér kost á að þrengja leitina enn frekar og finna vörur eftir framleiðanda, merkingu eða vottun. Sjá hér til hægri undir „Vöruleit“ á Náttúrumarkaði.

Í körfuflipanum „Karfa“ getur þú fylgst með hvað komið er í körfuna, bætt í eða tekið úr og fylgst með sendingarkostnaðinum. Náttúrumarkaðurinn hefur vigtað og skráð hverja vöru nákvæmlega og reiknar því sendingarkostnaðinn jafnóðum. Að versla hér í vefversluninni er í flestum tilfellum umhverfisvænna og ódýrara en venjulegar innkaupaferðir. Það getur sparað þér bæði tíma og peninga að versla á þennan hátt því hér þarft þú ekki að nota bílinn. Sendingarkostnaðurinn vegur í fæstum tilfellum þyngra en kostnaður við að keyra langar vegalengdir, jafnvel frá einni búð til annarrar til að ná í það sem vantar til heimilisins. Sjá nánar um ferlið.

Til þess að auðvelda innkaup á vörum og þjónustu sem eru síður skaðleg umhverfi og heilsu hefur Náttúran.is tekið saman 11 viðmið sem spanna veigamestu þættina. Hér í láréttu röðinni sérð þú táknmyndir fyrir viðmiðin og í lóðrettu röðinni táknmyndir ýmissa vörutegunda. Ef þú opnar flipann „Viðmið“ hér til hægri á síðunni og smellir á þessi tákn getur þú lesið þig til um hvert viðmið og vörutegund fyrir sig auk þess sem að auðvelt er að sjá hvaða viðmið eiga við hverja vörutegund þar sem viðeigandi viðmið eru sýnileg í láréttu línunni út frá vörunni.

Í skilmálaflipanum „Skilmálar“ koma fram allar upplýsingar sem varða viðskiptin, öryggið og afhendingu pakkans. Hafir þú samt einhverjar spurningar eða viljir bara fá leiðbeiningar eða nánari upplýsingar þá hringdu í síma 483 1500 á virkum dögum frá 9:00-17:00 eða í síma 863 5490 fyrir utan skrifstofutíma.

Fyrstu innkaupum á Náttúrumarkaði fylgja Náttúruspil - 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið Óskir þú eftir að fá Náttúruspilin með í pakkann skrifar þú okkur á nature@nature.

Grafík: Náttúrumarkaður og vottunarmerkin, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
Nov. 9, 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrumarkaðurinn - vefverslun Náttúran.is“, Náttúran.is: Nov. 9, 2011 URL: http://natturan.is/d/2008/01/12/natturumarkaour-meo-heilsuvorur/ [Skoðað:Oct. 4, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Jan. 12, 2008
breytt: Nov. 9, 2011

Messages: