Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 6. september n.k. í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Fjölbreytt dagskrá er á menningarminjadeginum í ár. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð.

Klukkan 14:00 mun Magnús A. Sigurðsson minjavörður Fornleifaverndar ríkisins á Vesturlandi vera með vettvangsferð þar sem hann kynnir fornar tóftir bæjarins Öndverðarness, í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.

Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins fer fram um land allt og má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins.

Birt:
Sept. 2, 2009
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Evrópski menningarminjadagurinn“, Náttúran.is: Sept. 2, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/09/02/evropski-menningarminjadagurinn/ [Skoðað:Jan. 31, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: