Stilkilsberja-chutney:

1 kg stikilsber
200 g laukur
450 ml gott edik
250 g rúsínur
2 tsk salt
2 tsk engiferduft (hægt er að bjarga sér með ferska rót)
2 tsk brúnkökukrydd
175 g sykur.

Berin eru þvegin og hreinsuð og laukurinn saxaður. Ber og laukur sett í þykkbotna pott ásamt svolitlu af vatni, hitað að suðu og látið sjóða í 20 mínútur eða þar til berin eru byrjuð að fara í mauk. Vatni bætt í ef þarf svo að ekki brenni við.

Síðan er helmingnum af edikinu bætt í pottinn ásamt rúsínum, salti og kryddi. Látið malla við vægan hita í 20 mínútur eða þangað til maukið er byrjað að þykkna. Þá er sykurinn settur í og afgangurinn af edikinu og hrært í þangað til sykurinn er uppleystur. Maukið er enn látið malla í 20 mínútur eða þar til það er hæfilega þykkt og hrært í öðru hverju. Sett í krukkur og látið standa í 3–4 vikur áður en það er notað.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum. Myndin er af stikilsberjum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Sept. 4, 2013
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Stikilsberjachutney“, Náttúran.is: Sept. 4, 2013 URL: http://natturan.is/d/2007/08/16/sstikilsberjacutney/ [Skoðað:Feb. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 16, 2007
breytt: March 14, 2014

Messages: