Orka - Lýðræði - Gagnsæi: Opin umræða um Magma skýrluna verður haldin þann 7. október n.k. kl. 17:00 - 18:30, stofu 105 Háskólatorgi

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands boðar til opinnar samræðu um niðurstöður nefndar um orku- og auðlindamál sem ríkisstjórnin skipaði til að rannsaka söluna á HS orku. Í skýrslunni er mörgum brennandi spurningum samtímans svarað á greinargóðan hátt, m.a.: Hvaða framtíðarþýðingu hefur salan á HS orku fyrir Íslendinga? Í skýrslunni er sýnt fram á hvernig hið svokallaða Magma-mál snýst um grundvallarákvörðun sem Íslendingar þurfa að taka sem varðar sjálfræði þjóðarinnar og
almannahag til frambúðar.

Dagskrá:

17:00 Tveir höfunda skýrslunnar þau Aagot Óskarsdóttir lögfræðingur og Ólafur Páll Jónsson heimspekingur flytja inngangserindi og skýra lykilatriði skýrslunnar:
17:20 Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs reifar eignarhald og nýtingu auðlinda
17:30 Stefán Arnórsson jarðfræðingur fjallar um nýtingu jarðhitaorku
17:40 Björk Guðmundsdóttir opnar umræðuna en hún hefur hvatt Íslendinga til að móta sér orkustefnu til framtíðar
17:50 Pallborðsumræður. Benedikt Erlingsson leikari og Kristín Vala Ragnarsdóttir.
Allir eru velkomnir.

Sjá skýrsluna á vef forsætisráðuneytisins.

Grafík: Merki Geysir Green Energy sálugu.

Birt:
Oct. 6, 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Oddný Eir Ævarsdóttir „Umræðufundur um skýrslu nefndar um auðlinda- og orkumál “, Náttúran.is: Oct. 6, 2010 URL: http://natturan.is/d/2010/10/01/umraedufundur-um-skyrslu-nefndar-um-audlinda-og-or/ [Skoðað:July 8, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 1, 2010
breytt: Oct. 6, 2010

Messages: