3 dl bankabygg
50 g sveppir
2 blaðlaukar
hvítlauksgeirar
2 sellerþstilkar
3 msk sólblómafræ
3 gulrætur
2 grænar paprikur
1 dl rúsínur
1 dl byggmjöl
3 egg
½ msk malað kóríander
½ búnt steinselja
alt og pipar eftir smekk.

Aðferð:
Bankabyggið er soðið u.þ.b. 40 mín. 1 hluti bygg á móti 3 af vatni. Sveppirnir eru steiktir.
Síðan er öllu hráefni blandað saman og hakkað, sett í brauðform og bakað við 170°c í 40 mín. Gott er að hafa lok á forminu þar til 10 -15 mín eru eftir af bakstrinum. Látið standa í forminu í nokkrar mínútur áður en hvolft á fat og borið fram.

Hugmynd að meðlæti:
Ferskt salat, tómat salsa, kartöflubátar bakaðir með olíu og rósmarin.

Lífrænt bankabygg frá Móður jörð fæst hér á Náttúrumarkaði. 

Birt:
Aug. 3, 2007
Höfundur:
Eymundur Magnússon
Tilvitnun:
Eymundur Magnússon „Bygghleifur“, Náttúran.is: Aug. 3, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/08/03/bygghleifur/ [Skoðað:Jan. 24, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 15, 2008

Messages: