Að fara í réttir var fastur liður í lífi flestra Íslendinga, fyrir ekki svo löngu síðan. Við réttir hittast sveitungar og fagna því að fé sé komið af fjalli og stutt í ný slátrað. Oft er kátt í réttunum og gaman fyrir börn og fullorðna að upplifa óðagotið og lætin. „Oft er miðað við að réttað sé föstudag eða fimmtudag í 21. viku sumars. Sumstaðar er þó miðað við ákveðinn mánaðardag“*. Réttað var í Auðkúlurétt, Gljúfurárrétt, Skaftárrétt, Ljárskógarrétt og víðar á laugardaginn var. Á vef Bændasamtakanna er að finna lista yfir hvenær réttað er, hvar á landinu, bæði yfir fjárréttir og stóðréttir.

*Heimild um tímasetnigu rétta: Saga daganna eftir Árna Björnsson.
Mynd af kind i réttum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Sept. 8, 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Réttir um allt land“, Náttúran.is: Sept. 8, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/09/08/rettao-landinu/ [Skoðað:Aug. 9, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: