Í dag fór í gang átak til að virkja borgarbúa til að taka þátt í mörkun umhverfisstarfs borgarinnar í víðum skilningi þess hugtaks. Tekið er á móti hugmyndum í rituðu máli sem og í formi raddskilaboða ef hringt er í síma: 800 1110. Staðardagskrá 21 - umhverfisáætlun Reykjavíkur er nú til endurskoðunar undir heitinu „Reykjavík í mótun“. Umhverfissvið boðar til samráðs við borgarbúa um sjálfbært samfélag í anda Staðardagskrár 21 sem stendur til 23. janúar 2006. Hverjum og einum er boðið að fara inn á vefslóð Hallvegarbrunns og koma á framfæri eigin hugmyndum um hvernig borgaryfirvöld eigi að standa að því að skapa sjálfbært samfélag m.a. um notkun útivistarsvæða, samgöngum, náttúruvernd, landnýtingu, loftgæðum, lþðheilsu, ásýnd borgarinnar, umhverfisfræðslu, hverfið mitt, sorp og umgengni. M.ö.o. Hverju vilt þú breyta og hvað vilt þú vernda? Hugmyndirnar verða síðan notaðar til að móta stefnu borgarinnar í umhverfismálum og sjálfbærri þróun.

Skrá hugmynd í Hallveigarbrunn.

Birt:
Jan. 9, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Reykjavík í mótun - Virkjum okkur!“, Náttúran.is: Jan. 9, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/22/rvk_virkjum_os/ [Skoðað:Sept. 30, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 22, 2007
breytt: May 15, 2007

Messages: