Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og séra Bjarni Arngrímsson á Melum reyndu að gera mánuðina aðengilegri í lestrarkveri fyrir börn.

 1. Januarius, eða miðsvetrarmánuður...hann hálfnar veturinn. Fyrra part þess mánaðar er brundtími sauðfjár.
 2. Februarius, eða föstuinngangsmánuður...þá búa karlmenn sig til fiskveiða á verstöðum.
 3. Martius, eða jafndægurmánuður...nú er vertíð við sjó og vorið byrjað.
 4. Aprílio, eða sumarmánuður...þá byrjar sumarmisseri, lengir dag og minnka oft frosthörkur.
 5. Majus, eða fardagamánuður...þá er unnið á túnum, sáð til matar, sauðburður hefst og fuglar verpa.
 6. Júníus, eða náttleysimánuður...þá er lengstur dagur, nú er plantað káli, rúið sauðfé, lömbum fært frá og rekið á afrétt.
 7. Júlíus, eða miðsumarsmánuður...þá eru dregin að búföng, flutt í sel, farið á grasafjall og byrjaður sláttur.
 8. Augustus, eða heyannamánuður...þá standa heyannir, hirt tún og yrktar engjar.
 9. September, eða aðdráttamánuður...þá enda heyannir, en byrjast haustið, gjörð fjallskil, hyrtar matjurtir.
 10. Oktober, eða slátrunarmánuður...þá byrjar vetrar misserið, nú er færð mykja á tún, slátrað búfé og börn byrja stöfun.
 11. Nóvember, eða ríðtíðarmánuður...þá er sest að við ullar vinnu og hyrtur búsmali.
 12. Desember, eða skammdegismánuður... endar árið, þá er stystur dagur og vökur lengstar.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.

Birt:
April 27, 2013
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Um mánuðina“, Náttúran.is: April 27, 2013 URL: http://natturan.is/d/2008/04/17/um-manuoina/ [Skoðað:Feb. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 17, 2008
breytt: Feb. 22, 2013

Messages: