1. ATLI. Þú veist það, bóndi, að eg hefi verið hjú þitt síðan eg varð matvinnugur og líka veistu hvort eg hefi verið hlýðinn og dyggur eður ekki. Hefur mér að öllu liðið vel með þér. En þó er mér það nú komið í hug að staðfesta ráð mitt og kvongast. Vil eg hafa þitt ráð í því sem fleiru. Hefi ég nú um Jónsmessuleytið einn um tvítugt. Ske má þér sýnist eg of ungur til þess.
BÓNDI. Satt er það, Atli að með mér hefur þú verið síðan þú varst fyrst matlaunamaður og til þessa. Líka áttu af mér skilinn þann vitnisburð að þú hefur verið gott hjú, hlýðinn, trúr og dyggur og leitað í öllu gagns míns eins og skylda þín var. Aldur þinn er nærri sanni til að kvænast og nógur þó. Þar sem þú ert í bráðgjörðara lagi að vexti, kröftum og fyrirhyggju myndi ég ekki hafa latt þig ektaskapar í fyrra hefðir þú látið mig vita að þér var það hugleikið. En hvar hyggur þú til kvonarefnis?
2. A. Þar sem hún Arnbjörg, vinnukona þín. Hún hefur verið hér á bæ viðlíka lengi og eg, þekkir eg hana 1) því betur en aðrar konur og hún þekkir mig; líka hefi eg merkt að henni er ei fjarri skapi að gefast mér.       

1) Þekkir eg hana . . . Einstöku sinnum virðist höf. vilja sérkenna almúgahátt Atla með því að láta hann tala afbrigðilega vestfirsku sem þessa.
Á því sést þó engin regla
B. Gott er það að þið þekkist fyrr en þið gangið að eignast en segja máttu mér hvort einsaman tilhneiging ræður fyrir þig eður ei meiri skynsemi. Menn segja eftir drottningu nokkurri í fyrri tíð, sem hét Ólympías, að konur skulju velja sér menn eigi síður með eyrum en augum. 1. Hefurðu grenslast eftir hvað aðrir segja um hana Arnjörgu?
3. A. Já, eg heyri alla segja það sama um hana, sem eg þykist líka hafa séð, að hún sé góð vinnukona, þrifin, ný tin og sparsöm. Hún er holl og trú í þjónustu, hlýðin, viðfeldin og sveigjanleg í geði, hún er ráðvönd og guðhrædd og held eg að Guð muni blessa hana hvort þú gefur henni góðan vitnisburð.
B. Vel má hún fá hjá mér þennan vitnisburð allan, sem þú barst henni, og er það vel að þú gengst fyrir því en fylgir ekki einni saman fþsn þinni. Þó hún sé ei meir en 16 vetra þá er ún gjafvaxta og nú besta aldri til að giftast manni.Hún er heilbrigð, af heilbrigðum foreldrum, sem voru bæði frómlynd og höfðu nokkra manndáð.
4. A. Er það á móti ráði þínu, bóndi, að eg fari þá strax að kvongast? Og þá verð eg að segja þér upp vist okkar.
B. Vel líkar mér áform þitt og óska ég þér til lukku. En svo líst mér sem þið megið búast við miklum barnlagnaði 2) og megið þið þá hyggja fyrirfram  hverninn þið megið ala þau vel upp, til gagns en ekki til ógagns föðurlandinu.

1) Svo mælti Olympías móðir Alexanders mikla, eftir að hún hafði fengið nóg af skapsmunum og yfirgangi maka síns, hins glæsta Filippusar konungs; hún dæmdi þetta frá sjónarhorni beggja kyna.
2) Lagnaður: Það sem er einhverjum lagið, áskapað; örlög, sbr. Sænsku og Orðabók BH. Þó merkir barnalagnaður í ritum hans ætíð barnafjöldann; frjósemina.


5. A. Það mun vera meiri vandi en eg gæti lært það allt í einu og fyrr en eg hefi fengið konu eða barn.
B. Mikið að því verður reynslan að kenna ykkur. Þó get ég sagt þér það strax:
Þið eigið:
1) að fæða börnin og það vita allir foreldrar skyldu sínar.   
2) eigið þið að leita fullkomnunnar sálum þeirra með þeirri uppfræðingu, sem gefi þeim skýra þekking sinnar farsældar svo að þeirra vilfi sannfærist að fylgja þeim reglum, sem þar til heyra, og
3) eigið þið að leita fullkomnunnar líkömum þeirra, hvar til allt það heyrir sem eykur og styrkir heilbrigði, afl, léttleika, fríðleika, handverkskonstir og allt atgjörvi líkamans í öllu sem fyrir kann að falla.

6. A. Margt verður okkur vant í þessu.
B. Það fyrsta og það síðasta af áðurtöldu kennir ykkur sjálf náttúran þegar þið gætið hennar vega og ráða. En hvað sálarfullkomnun barnanna snertir hafið þið prest ykkar til hjálpar og ráða, til hans heyrið þið hvern helgan dag. Verið þið í öllu dygðar- og dugnaðarfyrirmynd barnanna; það eykur bæði ykkar og þeirra fullkomnan og
Birt:
Aug. 31, 2009
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Atli leitar ráðs og vill kvongast - Atli kap. I“, Náttúran.is: Aug. 31, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/08/31/atli-leitar-raos-og-vill-kvongast-atli-kap-i/ [Skoðað:Jan. 27, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: