Orð dagsins 30. maí 2008

Lífhermun (e: Biomimicry) felur í sér mikla nýsköpunarmöguleika. Þannig getur stýring hnúfubaka á eigin hjartslætti kennt mönnum nýjar leiðir í hönnun hjartagangráða, vængir eyðimerkurbjöllu fela í sér vísbendingar sem gætu leitt til framfara í söfnun vatns - og þurrkþolin upprisuplanta í Afríku getur kennt mönnum að geyma bóluefni án þess að setja þau í kæli.

Þetta eru aðeins þrjú dæmi af mörgum, sem hvert um sig gæti leitt til sparnaðar upp á fleiri milljarða íslenskra króna, auk þess að vera umhverfisvænni en þær aðferðir sem nú er beitt. Nýir möguleikar af þessu tagi voru til umfjöllunar í verkefninu "Nature's 100 Best", sem Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) kynnti í tengslum við 9. fund aðildarríkja Samningsins um líffræðilega fjölbreytni, sem lýkur í Bonn í dag.

Tækifærin sem liggja í lífhermun þykja einkar gott dæmi um efnahagslegt mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni. Lesið frétt PlanetArk/Reuter í gær

Birt:
May 30, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Það besta sem náttúran hefur upp á að bjóða“, Náttúran.is: May 30, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/05/30/thao-besta-sem-natturan-hefur-upp-ao-bjooa/ [Skoðað:Dec. 3, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: