Hitt Húsið, Neytendasamtökin og Reykjavíkurborg standa fyrir ókeypis fjármálafræðslu fyrir ungt fólk, 16-25 ára,í Hinu Húsinu Pósthússtræti. Námskeiðið er ókeypis!
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að stjórna eigin fjármálum á ábyrgan hátt. Allir þátttakendur fá í hendur USB lykil sem hefur að geyma persónulegt bókhaldsforrit og fjármálafræðslu á mannamáli.

Námskeiðið er fyrir þá sem:

  • Vilja öðlast skilning og stjórn á eigin fjármálum.
  • Vilja vera vel upplýstir og meðvitaðir neytendur.
  • Vilja losna við yfirdrátt og neyslulán.
  • Vilja öðlast skilning á öllum helstu hugtökum fjármálaheimsins.
  • Vilja læra að gera fjárhagsáætlun og að reikna út launin sín.
  • Vilja eignast USB lykil sem hefur að geyma persónulegt bókhaldsforrit og almenna fjármálafræðslu á mannamáli.

Vikulegir fundir í einn mánuð:

Þriðjudaginn 11. nóvember kl. 17:00-19:00
Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17:00-19:00
Þriðjudaginn 25. nóvember kl. 17:00-19:00
Þriðjudaginn 2. desember kl. 17:00-19:00

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri! Hægt er að skrá sig á hitthusid.is eða í síma: 695-5103
Skráðu þig sem fyrst þar sem aðgangsfjöldi er takmarkaður
Birt:
Nov. 8, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Klár í kreppu?“, Náttúran.is: Nov. 8, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/11/08/klar-i-kreppu/ [Skoðað:Sept. 24, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: