Bílaframleiðandinn Toyota og The National Audubon Society, bandarísk fugla- og náttúruverndarsamtök, tilkynntu í vikunni að fimm ára samstarfsverkefninu Together- Green hefði verið hleypt af stokkunum.

Verkefnið snýst um að fjármagna verkefni á sviði náttúruverndar, þjálfa leiðtoga í umhverfismálum og bjóða upp á möguleika á sjálfboðaliðsstörfum.

Toyota leggur 20 milljónir dollara til verkefnisins, en Audubon hefur aldrei þegið jafn háan styrk í 103 ára sögu sinni.

Sjá frétt á vef Audubon.org.

Birt:
March 30, 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Toyota styður duglega við náttúruvernd“, Náttúran.is: March 30, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/03/30/toyota-styour-duglega-vio-natturuvernd/ [Skoðað:Nov. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: