Gífurleg gróska á sér stað í íslenskri hönnun um þessar mundir. Margir hönnuðir sækja innblástur í náttúruna með einum eða öðrum hætti. Síðan að Listaháskóli Íslands tók til starfa, hefur verið starfrækt vöruhönnunardeild sem fætt hefur af sér marga góða hönnuði, þ.á.m. Óðinn B. Björgvinsson sem útskrifaðist á síðasta ári sem vöruhönnuður frá LHÍ. Eitt af lokaverkefnum Óðins var stóllinn Laut sem smíðaður er úr áli og laus sessan er saumuð úr grænlitaðri lambs- ull og skinni.
Á vef Óðins segir svo um „Laut: „Hvað kemur nær því að sitja í kjöltu móður sinnar en að sitja í kjöltu náttúrunnar. Mig langaði að skapa, með nýjum efnum og tækni, sömu tilfinningu, og að sitja í mosalaut, og koma þessari tilfinningu inn á heimilin. Þegar að ég hannaði Laut, var ég undir áhrifum frá þúfum og lautum í íslenskri náttúru.“ Myndin er af Laut. Auk Lautar hefur Óðinn m.a. hannað Klakann, Íslands-ísmolaform sem notið hefur gífurlegra vinsælda.

Sjá meira um hönnun Odinn Design.

 

Birt:
July 12, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Laut - fyrir heimilið“, Náttúran.is: July 12, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/20/laut_fheimili/ [Skoðað:Sept. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 20, 2007
breytt: May 3, 2007

Messages: