Bílaleigur Hertz bílaleigukeðjunnar í Bandaríkjunum auglýsa nú „Hertz Green Collection“ (Hertz græna safnið) en þar er nú lofað að frá hverjum leigðum bíl renni einn dalur til þjóðgarðasjóðs. Hugmyndafræðin er svipuð og auglýsingahrinan sem fór í gang eftir að Kolviðarsjóðurinn tók til starfa hérlendis, þar sem hvert fyrirtækið á fætur öðru auglýsti sig með bílum með blómahafi út úr púströrurunum, Þó að plöntun trjáa sé kannski ekki í forgrunni hjá Hertz enda mikið af þeim í Bandaríkjunum. Verndun þjóðgarðanna, þessara fáu staða sem að enn hefur ekki verið hróflað við af mannavöldum, er í augum Bandaríkjamanna eitt af því allra mikilvægasta sem gert er fyrir náttúruna og talar því kannski frekar til neytenda.

Önnur áhersluatriði bílaleigunnar Hertz er: umhverfisvænir þ.e. sparneytnir bílar, bílar fyrir fjölskyldur og hópa og öryggi hvað varðar pantanir.

  • Toyota Camry, Ford Fusion, Buick LaCrosse, Hyundai Sonata
  • Hægt að panta á yfir 100 flugvöllum í Bandaríkjunum
  • EPA Highway bensín (ný tni a.m.k. 8,3 lítra á 100 km)
  • Meira en 35 þúsund bílar eru í Græna safni Hertz
Sjá nánar á vef Hertz í Bandaríkjunum .
Birt:
July 5, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hertz Green Collection“, Náttúran.is: July 5, 2007 URL: http://natturan.is/d/2007/07/05/hertz-green-collection/ [Skoðað:July 25, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 10, 2007

Messages: