Áður en farið er út í það að fá sér gæludýr þarf að velta fyrir sér nokkrum hlutum: Hefur þú tíma fyrir gæludýrið? Mjög vel þarf að sjá um öll dýr, fulga og fiska sem ketti og hunda. Mikilvægt er að þau séu á góðu og fjölbreyttu fæði. Þau þurfa einnig mikla hreyfingu og félagskap. Útivera er mikilvæg fyrir öll dýr, ekki bara hunda og ketti. Farðu með dýrin þín út undir bert loft, hægt er að fara með búrdýr í hlýju veðri út á svalir eða út í garð.

Afhverju ekki að fá þér dýr sem aðrir eru að reyna að losa sig við?
Af hverju að kaupa dýr, þegar þú getur tekið að þér ketti, hunda, naggrísi og hamstra sem aðrir eru að reyna að losa sig við. Ástin er ekki bundin við ættartölur.

Ráðlagt er að gelda gæludýrið þitt.
Sum gæludýr fjölga sér eins og kanínur í bókstaflegum skilningi. Það er óþarfi að búa til dýr sem verða síðan heimilislaus. Hundar og kettir sem eru geltir lifa lengur þar sem það er minni hætta á að þeir fái krabbamein.

Ekki láta gæludýrin þín slátra villtum dýrum.
Það er skylda að hafa hundinn alltaf í bandi úti við bæði þín vegna og annarra. Láttu breimandi ketti vera innandyra. Settu bjöllu á kisu vegna þess að hún getur verið ógurlegt rándýr sem ógnar fuglalífi. Íhugaðu að gera kettlinginn þinn að inniketti – þá lifir hann lengur.

Gæludýr þurfa fjölbreytt og næringarríkt fóður. Tilbúið gæludýrafóður er ekki endilega nóg. Lestu þig til um hvað þú mátt gefa gæludýrinu þínu annað. Fóðrið sem selt er hér á landi laust við öll eiturefni, þó er alltaf ráðlagt að lesa innihaldslýsingu. Matvælastofnun hefur eftirlit með innfluttu og innlendu gæludýrafóðri. Gættu þess að gæludýrið þitt fái nóg af vítamínum. Hægt er að kaupa vítamínbæti til að setja í fóður.

Birt:
Jan. 22, 2011
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Um gæludýr“, Náttúran.is: Jan. 22, 2011 URL: http://natturan.is/d/2007/04/10/gludr/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 10, 2007
breytt: May 21, 2014

Messages: