Tveir þriðjuhlutar jarðarbúa, eða 66%, telja sig verða vara við alvarleg áhrif loftslagsbreytinga í nærumhverfi sínu, ef marka má könnun sem Gallup International vann í tilefni af Degi Jarðarinnar þann 22. apríl síðastliðinn.

Íslendingar eru í þeim hópi sem verulega víkur frá meðaltalinu, en einungis 29% þeirra tóku undir fullyrðinguna "Hlýnun jarðar hefur nú alvarleg áhrif á svæðið þar sem ég bþ."

Meril James, aðalritari Gallup International, sagði að könnunin gæfi almennt til kynna að skilaboðin um gróðurhúsaáhrifin hafi náð til almennings. Könnunin byggir á viðtölum við yfir 60 þúsund manns í 57 löndum, og var gerð síðasta sumar. 27% á heimsvísu segjast ekki verða vör við afleiðingarnar, og eru það helst Norður-Ameríka og Vestur-Evrópa sem halda uppi meðaltalinu.

Þeir heimshlutar þar sem almenningur verður mest var við afleiðingarnar eru Asía og Suður-Ameríka, sem er í takt við spár vísindamanna og fréttaflutning af vatnsskorti og náttúruhamförum á þessum svæðum. 93% íbúa Hong Kong tóku undir fullyrðinguna, en einnig vekur athygli að hátt hlutfall Albana (97%) og Rúmena (91%) gera það einnig.

Höfundar samantekar Gallup telja að mikil áhersla í opinberri umræðu á endurný nlegar orkulindir Íslendinga og hreinleika náttúrunnar skýri þá upplifun 59% landsmanna að Ísland verði ekki fyrir neikvæðum áhrifum af loftslagsbreytingum. Önnur lönd þar sem hátt hlutfall landsmanna verður ekki var við áhrifin eru Þýskaland (51%), Rússland (47%) og Noregur (43%).

Birt:
May 12, 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Íslendingar taka hlýnun Jarðar létt“, Náttúran.is: May 12, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/05/12/islendingar-taka-hlynun-jaroar-lett/ [Skoðað:Nov. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: