Sól í Straumi - þverpólitískur hópur áhugafólks um stækkunina í Straumsvík hefur á vef sínum komið fram með athyglisverðar hugmyndir að hugsanlegum varúðarmerkjun á auglýsingum álbræðslufyrirtækisins Alcan, en þær taka mið af tóbaksauglýsingum, þar sem kvöð er að merkja vöruna og auglýsa hættuna sem reykingar hafa í för með sér á vel áberandi hátt.

Slík krafa ætti að vera sett á alla aðra mengandi og heilsuspillandi starfsemi, en tillaga áhugahópsins felur í sér að tengja hana áróðurskenndum styrkja og auglýsingaherferðum sem Alcan hefur fjárfest í til að hafa áhrif á Hafnfirðinga, sem á næstunni fá að nota lýðræðislegt vald sitt til að leyfa eða banna stækkun álversins. Auglýsingin hér er dæmi um slíkt. Almenn auglýsing frá Alcan þar sem Bikarslagur er kynntur í boði fyrirtækisins. Íþróttaleikur, líkamlegt heilbrigði, sett í samhengi við álbræðslu.

Krafan ætti samkvæmt hugmyndum Sól í Straumi að vera að varúðarborði birtist ætíð neðst á slíkum auglýsingum, eins og t.d. þeirri sem hér birtist: „Sjónmengun af stækkun álbræðslu í Straumsvík verður mikil, þegar bræðslan er tilbúin verður lóðin jafn breið og hún er löng í dag“, undirritað af „Lþðræðisembættinu“.

Sjá vef Sól í Straumi.
Sjá auglýsingadæmi nr. 3 

Birt:
Dec. 21, 2006
Uppruni:
Sól í Straumi
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ný auglýsingaherferð í uppsiglingu“, Náttúran.is: Dec. 21, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/16/ny_auglysingaherferd/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: April 30, 2007

Messages: