Stjórnvöld þurfa að hætta að framleiða niðurdrepandi umhverfisauglýsingar einbeita sér að jákvæðum og persónulegum skilaboðum til að fá almenning til að breyta hegðun sinni þegar kemur að umhverfismálum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá National Endowment for Science, Technology and the Arts (Nesta) stofnuninni á Bretlandi en frá þessu er greint á vef The Guardian.

Samtökin létu taka saman fyrir sig rúmlega 3.000 ólíkar auglýsingar um umhverfismál, allt frá prentuðum dreifimiðum, blaðaauglýsingum og sjónvarpsauglýsingum og vildu gera úttekt um hvernig auglýsingamennskunni í kringum umhverfismál væri háttað.

Ályktun samtaka eftir að hafa farið yfir auglýsingarnar eru að þær eru einfaldlega of neikvæðar og „niðurdrepandi“ eins og það er orðað í skýrslunni. Þrátt fyrir alvarleikann sem samtökin segja að fylgi umhverfismálum þurfa auglýsingar sem tengjast slíkum málum að vera glaðværar, jákvæðar og hvetjandi.

Þá kemur einnig fram að það vanti í of mörgum tilvikum leiðbeiningar um hvernig almenningur geti lagt sitt af mörkum til að sinna umhverfinu með betri hætti en nú er gert að mati samtakanna.

„Það er ekki nóg að vekja fólk bara til umhugsunar,“ segir Jonathan Kestenbaum, framkvæmdastjóri Nesta. „Til að ná árangri þurfa auglýsingaherferðir að sannfæra fólk og fá það til að breyta hegðun sinni.“

Sjá frétt á guardian.co.uk.

Birt:
June 27, 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Vilja skemmtilegri umhverfisauglýsingar“, Náttúran.is: June 27, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/06/27/vilja-skemmtilegri-umhverfisauglysingar/ [Skoðað:Dec. 2, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: