Málþingið Spor til framtíðar - menntun til sjálfbærni verður haldið í Kennaraháskóla Íslands þann 16. maí nk. frá kl. 12:30 - 17:00.

Inngangserindi flytur Kennert Orlenius lektor frá Svíþjóð. Í málstofum munu kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum og fulltrúar sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka kynna og ræða verkfefni og aðgerðir sem stuðlað gætu að menntun til sjálfbærrar þróunar. Í kjölfarið verða pallborðsumræður um hvernig sjálfbær þróun getur orðið viðmið í íslensku skólastarfi. Í lokin verða svo léttar veitingar.

Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við hvernig við högum aðgerðum okkar í dag svo að þær dragi sem minnst úr möguelikum fólks í framtíðinni. Litið er svo á að sjálfbær þróun byggi á þremur stoðum eða meginsviðum sem eru efnahagsvöxtur, félagsleg velferð og jöfnuður og vernd umhverfisins.

Málþingið er haldið af umhverfisfræðsluráði og menntamálaráðuneytinu í samvinnu við rannsóknarhóp í KHÍ og HA, sem vinnur að rannsóknar- og þróunarverkefninu GETA tll sjálfbærni - menntun til aðgerða um menntun til sjálfbærrar þróunar í íslenskum skólum og samfélagi. Verkefnið er styrkt af Umhverfis- og orkurannsóknarsjóði Orkuveitu Reykjavíkur.

Málþingið er öllum opið sem áhuga hafa á málefninu. Aðgangur er óekypis en ætlast er tl þess að þátttaka sé tilkynnt með því að senda póst á GETA@khi.is fyrir 9. maí nk.

Mynd úr fréttabréfi um fundinn.
Birt:
May 6, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Spor til framtíðar - Málþing“, Náttúran.is: May 6, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/05/06/spor-til-framtioar-malthing/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: