Myndin The World According to Monsanto verður sýnd í Iðnó í kvöld kl. 18:30 en Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier stendur fyrir dagsrá á alþjóðlega frædeginum (International Seeds Day) sem samanstendur af sýningu myndarinnar, erindi um erfðabreyttar lífverur og pallborðsumræðum. Charlotte Ólöf er nemandi í líffræði við Háskóla Íslands en hún mun halda erindi um stöðu erfðabreyttra lífvera í heiminum fyrir sýningu myndarinnar sem fjallar um sama efni. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra opnar pallborðsumræður en fólk er hvatt til að mæta, fræðast og taka þátt í að koma umræðunni um erfðabreyttar lífverur á það stig að eitthvað gerist í þessu landi til að vernda neytendur fyrir þeim.

Birt:
April 27, 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Alþjóðlegi frædagurinn og erfðabreyttar lífverur“, Náttúran.is: April 27, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/04/27/althjoolegi-fraedagurinn-og-erfoabreyttar-liverur/ [Skoðað:Oct. 7, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: