Umhverfismálin eru mál málanna í dag. Bráðnauðsynlegt er að við tökum öll þátt í virkum aðgerðum til verndar umhverfinu. Fyrirtækið Þekkingarmiðlun ehf hefur hannað námskeið svokallaða „umhverfisvinnustofu“ sem tekur á öllum helstu þáttum sem lúta að umhverfisvernd í daglegu lífi fólks, bæði í leik og starfi.

Vinnustofunni er stýrt af Sigurði Ragnarssyni, hinum kunna veðurfréttamanni, og Þórhildi Þórhallsdóttur. Farið er yfir gróðurhúsaáhrifin og hnatthlýnun á skiljanlegan og ábyrgan máta og í framhaldinu farið í allar þær leiðir sem okkur öllum eru færar til að leggja okkar að mörkum til að stemma stigu við vandanum og lifa ábyrgara lífi í umhverfislegu tilliti. Því þrátt fyrir „græna“ ímynd landsins okkar sem við höldum gjarnan á lofti, þá erum við hreint ekki að standa okkur nógu vel á mjög mörgum sviðum. Saman getum við lyft grettistaki og uppskorið bæði bætta heilsu jarðar og manna auk þess sem spara má verulegar fjárhæðir með ábyrgri hegðun og aukinni vitund í umhverfismálum. Þekkingarmiðlun býður umhverfisvinnustofuna til allra vinnustaða, stofnana og hópa sem vilja taka á þessum málum af ábyrgð og festu og móta sér stefnu í umhverfismálum.

Frekari upplýsingar á vef Þekkingarmiðlunar og hjá Þórhildi Þórhallsdóttur thorhildur@thekkingarmidlun.is.

Birt:
Feb. 1, 2008
Tilvitnun:
Þórhildur Þórhallsdóttir „Í einum grænum - Námskeið fyrir fyrirtæki“, Náttúran.is: Feb. 1, 2008 URL: http://natturan.is/d/2008/02/01/i-einum-graenum-namskeio-fyrir-fyrirtaeki/ [Skoðað:Feb. 25, 2020]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: