Í leiðara Morgunblaðsins í dag er raforkuverðsleynd Landsvirkjunar boðið í dans.
Fjallað er m.a. um brotthvarf Álheiðar Ingadóttur af stjórnarfundi1 nú á dögunum þar sem krafa hennar um opinberun raforkuverðs var ekki virt, og „næstum því brotthvarf“ Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur af sama fundi, og lagt út af því þannig að þegar að stjórnarmenn rjúki út í fússi sé það einungis fjölmiðlaleikur og hafi enga þýðingu.

Í leiðaranum er haldið áfram að skoða hvort að verðleyndin sé í raun forsvaranleg og hvort að ástæður verðleyndar geti falið í sér það mikla þjóðarhagsmuni að eigendur Landsvirkjunar, þjóðin sjálf hafi ekki tilkall til svo mikið sem að frétta af á hvaða foresendum hún semur við viðskiptavini sína. 

Vegna þeirrar gífurlegu óánægju sem ríkt hefur vegna verðleyndarinnar í samningum við Alcoa, sé kominn tími til að skoða málið ofan í kjölinn og gera kröfu um að ótvíræð rök séu færð fyrir nauðsyn verðleyndarinnar.
Spurt er hvort að það sé ekki grundvallaratriði í því lýðræðislega þjóðfélagi sem við viljum byggja upp á nýrri öld að þjóðfélagið sé opið og allar upplýsingar sem varða hagsmuni þjóðarinnar liggi á borðinu.
-
Á umræddum sjórnarfundi var tekið ákvörðun um raforkuverð til Alcan (sem ætlar sér með propagandaaðferðafræði að komast í gegn með stækkunina í Straumsvík sbr. hjákátlega auglýsingaherferð með starfsfólk í gleðivímu, í aðalhlutverkum) ákveðið verð á raforku sem unnin skal með fórnum við Þjórsá, en verðið á að vera leyndarmál milli Alcan og Landsvirkunar.

Birt:
Dec. 17, 2006
Uppruni:
Árvakur hf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Er búið að svifta þjóðina fjárræði?“, Náttúran.is: Dec. 17, 2006 URL: http://natturan.is/d/2007/03/16/fjarraedi/ [Skoðað:Sept. 25, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: April 30, 2007

Messages: