Hugvitsamleg hönnun

Álfheiður Björg Egilsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „fatnaður“ fyrir kraga og Sigurlína Jónsdóttir fékk fyrstu verðlaun í „opnum flokki“ fyrir prjónað áklæði á hjólahnakka. Að mati dómnefndar báru tilnefningar í báðum flokkum vott um þá miklu grósku sem er í íslenskri hönnun í dag. „Verðlaunatillögurnar voru fremstar meðal jafningja og þóttu snjallar, ný stárlegar og í takt við tíðarandann“, segir Ester Stefánsdóttir, framkvæmdarsstjóri Þráðs fortíðar til framtíðar en keppnin var haldin í fyrsta skipti í ár.
Hátt í átta þúsund manns sóttu sýningu sem sett var upp í tengslum við samkeppnina. „Auk þess að skapa farveg fyrir þann gríðarlega fjölda sem er að skapa verk úr íslenskri ull og verðlauna þá er skara fram úr á því sviði er samkeppnin ekki síður mikilvæg til að skapa tengsl milli framleiðenda og hönnuða en á laugardeginum gafst þeim aðilum tækifæri til að hittast og ráða ráðum sínum. Forsvarsmenn fyrirtækja hafa þegar sýnt nokkrum hlutum á sýningunni áhuga með framleiðslu í huga,” segir Ester sem er sannfærð um að sá vettvangur sem hönnunarsamkeppnin Þráður fortíðar til framtíðar skapar sé nauðsynlegur hluti verðmætasköpunar í ullariðnaði.
Myndirnar eru af verðlaunagripunum. Efri myndin er af kraga Álfheiðar Bjargar Egilsdóttur og sú neðri af hjólahnökkum Sigurlínu Jónsdóttur.
Birt:
Aug. 13, 2009
Tilvitnun:
Ester Stefánsdóttir „Hugvitsamleg hönnun“, Náttúran.is: Aug. 13, 2009 URL: http://natturan.is/d/2009/08/13/hugvitsamleg-honnun/ [Skoðað:Nov. 30, 2023]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.